Forsíða


Tónfundir haustannar

29.10.2017 -

Hefðbundnir tónfundir haustannar verða um mánaðamótin október-nóvember. Þar boðar hver kennari sína nemendur til að spila hver fyrir annan og gesti. Tónfundirnir verða betur auglýstir síðar.


Hausttónleikar Lúðrasveitar Stykkishólms

16.11.2017 -

Lúðrasveit Stykkishólms heldur árlega hausttónleika fimmtudaginn 16. nóvember. Tvær sveitir leika, Stóra- og Litla Lúðró. Efnisskráin er fjölbreytt og skemmtileg eins og vænta má.


Lúðrasveitin skipuleggur vetrarstarfið

29.08.2017 -

Nú hafa verið gerðar aðal-starfsáætlanir lúðrasveitarstarfsins á þessu skólaári


Opið fyrir umsóknir

12.05.2017 -

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir fyrir næsta skólaár. Umsóknarfrestur er til 8. júní. Allir sem óska eftir skólavist næsta skólaár þurfa að skila inn umsóknum, þeir sem óska eftir að halda áfram námi, þeir sem vilja byrja og þeir sem hafa verið á biðlista.