Nám og kennsla

Námsframboð í skólanum:

Námsframboð í skólanum er fjölbreytt, sé miðað við skóla af þessari stærð. Kennt er á öll algengustu hljóðfæri, nema strokhljóðfæri.
 
Nánari upplýsingar um nám og námsframboð er hægt að fá hjá kennurum og skólastjóra, eða með því að senda tölvupóst: tonlistarskolinn@stykkisholmur.is
 
Umsóknir:  Hér er hægt að sækja um á netinu.
 
Til foreldra:

Nauðsynlegt er að foreldrar kynni sér skólastarfið og það hvernig námið er skipulagt. Á heimasíðunni er hægt að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar. T.d. er hægt að finna sérstaka foreldrahandbók.  Styttri útgáfu er hægt að lesa HÉR, en gott er að glugga í hana öðru hvoru, einkum fyrir „nýja“ foreldra.

Viðburðir

Vortónleikar lúðrasveitarinnar

Fimmtudaginn 12. apríl kl. 18:00 heldur Lúðrasveit Stykkishólms sína árlegu vortónleika í Stykkishólmskirkju. Litla Lúðró undir stjórn Martins Markvoll og Stóra Lúðró undir stjórn Anastasiu Kiakhidi æfa nú af kappi tónlist úr ýmsum heimsálfum og frá ýmsum tónlistartímabilum. Stuð og stemming. - Allir hjartanlega velkomnir!... lesa meiraNám og kennsla

Nýtt skóladagatal er birt þegar nýtt skólaár nálgast.
 
Skólaár tónlistarskólans hefst fljótlega eftir að grunnskólinn hefst og þegar vetraræfingatöflur Snæfells liggja fyrir, eða í lok ágúst.  

Kennsluvikur eru 35. 
 
Starfsdagar, jólafrí og páskafrí fylgja yfirleitt skipulagi grunnskólans.
 
Skóladagatal fyrir skólaárið 2017-2018
 
Sérstakar tilkynningar verða gefnar út þegar tónleikar og aðrir viðburðir eru framundan.
Ath. að við erum einnig á Facebook.