Stök tilkynning

Ýmsir viðburðir tengdir aðventu og jólum

Eins og jafnan áður höfum við verið beðin um að senda nemendur til að taka þátt í ýmum viðburðum úti í bæ með jólatónlist. Það gleður okkur að fá að vera með og spila þessa uppáhalds tónlist sem oftast.

Nú er búið að biðja okkur að spila eða syngja t.d. þegar tendrað verður á jólatrénu, í basar kvenfélagsins, á aðventustund Aftanskins, þegar yngri börn flytja helgileik í kirkjunni, og heimsækja leikskólann.