Stakur viðburður

Hausttónleikar Lúðrasveitar Stykkishólms

Lúðrasveit Stykkishólms heldur árlega hausttónleika fimmtudaginn 16. nóvember kl. 18:00 í Stykkishólmskirkju.
Tvær sveitir leika, Stóra- og Litla Lúðró. Efnisskráin er fjölbreytt og skemmtileg eins og vænta má. Stjórnendur eru þau Anastasia Kiakhidi og Martin Markvoll. - Allir hjartanlega velkomnir og enginn aðgangseyrir.