Stakur viðburður

Dagur tónlistarskólanna - tónleikar í Stykkishólmskirkju

Laugardaginn 24. febrúar fögnum við Degi tónlistarskólanna með vönduðum tónleikum í Stykkishólmskirkju kl. 14:00. Fram koma nemendur úr öllum deildum skólans með fjölbreyttan söng og hljóðfæraleik. Að tónleikum loknum verður hin víðfræga kaffisala og kökuhlaðborð lúðrasveitarinnar í safnaðarheimilinu.

Allir hjartanlega velkomnir!