Fréttir

Umsóknir fyrir skólaárið 2020-2021

Við höfum opnað fyrir umsóknir skólaársins 2020-2021. Verið svo góð að sækja um fyrir 7. júní - líka fyrir þá nemendur sem voru hjá okkur í vetur. Ef við sjáum laus pláss þá opnum við aftur fyrir umsóknir í ágúst. HÉR er hægt að sækja um beint. Gætið þess að vanda allan innslátt og hafa EKKI bil þegar þið skrifið kennitölur eða símanúmer.... lesa meira


Breytingar í tónlistarskólanum eftir 4. maí

Kæru nemendur og foreldrar / forráðamenn Á morgun 1. maí er frí í skólanum. Á mánudag 4. maí er starfsdagur. Á starfsdegi þann 4. fáum við að flytja starfsemina aftur upp í tónlistarskóla og hefja starfið þar með sama sniði og áður. Lúðrasveitirnar fá að æfa og hljómsveitir líka. Tónfræðihópar geta þá mætt aftur einnig. Nákvæmar upplýsingar um framhaldið koma síðar. Það sem við vitum er að við megum ekki halda tónleika með foreldra eða fullorðið fólk sem áheyrendur. Við erum að vinna að útfærslu á því. Skólaslitin verð því ekki með venjubundnu sniði. En þriðjudaginn 5. maí hefst kennsla aftur upp í tónlistarskóla samkvæmt stundaskrám.... lesa meira


Eingöngu fjarkennsla

Tónlistarskólinn hefur tekið þá ákvörðun frá og með deginum í dag fer öll kennsla fram í heimakennslu. Það er mjög erfitt í tónlistarkennslu að fara eftir öllum fyrirmælum um sóttvarnir. Kennararnir verða í sambandi við sína nemendur um fyrirkomulagið.... lesa meira

Dagur tónlistarskólanna

Tónlistarskóli Stykkishólms fagnar "Degi tónlistarskólanna" með fallegum og fjölbreyttum tónleikum í Stykkishólmskirkju laugardaginn 22. febrúar kl. 14:00. Allir eru hjartanlega velkomnir og ókeypis aðgangur. Að tónleikum loknum verður foreldrafélag lúðrasveitarinnar með glæsilegt KAFFIHLAÐBORÐ í safnaðarheimilinu sem kostar aðeins kr. 1000 fyrir fullorðna, kr. 500 fyrir skólafólk og ókeypis fyrir 6 ára og yngri.... lesa meira


Afmælisgjafir og afmælistónleikar

Afmælistónleikar lúðrasveitarinnar eru í dag kl. 18:00. Allir vita af því og allir eru velkomnir! - Í tilefni af 75 ára afmæli lúðrasveitarinnar og 55 ára afmæli tónlistarskólans hafa skólanum borist afmælisgjafir, nú síðast frá Kvenfélaginu Björk í Helgafellssveit sem er einn bakhjarl hljóðfærakaupasjóðs.... lesa meira
Skemmtilegur dagur

Það var skrautlegur og skemmtilegur hópur sem fór héðan frá tónlistarskólanum í árlega öskudagsgöngu nú fyrir stuttri stund. En hér í skólanum urðu eftir ýmsar "furðuverur" sem reyna að gera daginn skemmtilegan þó ekki komist þær í gönguna!... lesa meira


Öskudagur og vorfrí

Næsta vika verður stutt hjá okkur. Á miðvikudag er ÖSKUDAGUR og þá gefum við auðvitað FRÍ til að fara í öskudagsgönguna eftir hádegið, en þeir nemendur sem eiga tíma eftir það fá auðvitað tímana sína. Fimmtudag og föstudag 7. og 8. mars er svo VORFRÍ hjá okkur.... lesa meira


Tónleikavikan mikla

Framundan er mikil tónlieika- og tónfundavika. Allir kennarar skólans halda tónfundi með sínum nemendum þar sem foreldrum, systkinum og öðrum velunnurum er boðið að koma og hlusta á fallega og vel flutta tónlist. Í vikulokin, LAUGARDAGINN 2. MARS, fögnum við svo DEGI TÓNLISTARSKÓLANNA með hefðbundnum hætti, en þá höldum við tónleika í kirkjunni þar sem flutt eru flottustu tónlistaratriðinn sem skólinn á í dag.... lesa meira


Vorönnin verður fjörug

Hér á síðunni verður nú hægt að sjá það helsta sem verður á dagskrá hjá okkur í tónlistarskólanum nú á vorönn. Tónfundir, tónleikar, æfingabúðir - já og NÓTAN - er meðal þess sem þar má sjá. Eflaust finnst flestum gott að hafa þetta yfirlit á vísum stað... ... lesa meira
Gleðileg jól

Við óskum nemendum, kennurum, foreldrum, samstarfsfólki og öllum velunnurum skólans gleðilegra jóla og farsældar á nýja árinu. Við þökkum samstarfið á þessu ári sem senn er liðið, það hefur verið skemmtilegt, fullt af tónlistarsigrum og góðum samverustundum.... lesa meira


Myndir frá jólatónleikum

Nú höfum við lokið við 5 jólatónleika í sal skólans þar sem heimagerðu jólaskreytingarnar hafa notið sín og vakið mikla athygli og gleði. Hér á heimasíðunni má sjá nokkrar myndir sem teknar voru við þessi tækifæri, sumar sætar og aðrar súrar :-) Við minnum á hátíðartónleikana sem verða í kirkjunni miðvikudaginn 12. des. kl. 18:00!... lesa meira


Aðventan í tónlistarskólanum og nýtt fréttabréf

Undirbúningur fyrir jólatónleika og aðra viðburði aðventunnar er nú kominn á fullt. Við hvetjum ykkur til að fylgjast með fréttum af tónleikum og þátttöku okkar í viðburðum þessa skemmtilega tíma. Allt hefur sinn sjarma og gefur okkur byr í seglin þegar við fáum góða aðsókn að tónleikum og fáum að vera með í þeim dagskrám sem í boði eru í bænum. HÉR má lesa nýjasta FRÉTTABRÉFIÐ okkar sem greinir frá því helsta sem hefur verið á döfinni og verður á döfinni til jóla.... lesa meira


Svona hljómar Alpahorn

Í gær fengum við góða gesti í heimsókn, en þá kom hingað hljóðfæraleikari frá Sviss og lék fyrir okkur á Alpahorn. Einnig sýndi hann hljóðfærið sitt og hvernig því er pakkað saman t.d. fyrir flug. - Hægt er að sjá fleiri myndir í myndaalbúminu.... lesa meira


Alpahorn - hvað er það?

Á morgun, fimmtudaginn 11. október, fáum við í heimsókn mann frá Sviss sem ætlar að kynna fyrir okkur einstakt hljóðfæri sem heitir Alpahorn. Kynningin verður í grunnskólanum kl. 13:00 og þeir nemendur sem eiga spilatíma í tónlistarskólanum fá frí til að sjá og heyra.... lesa meira


Fyrsta æfing Víkingasveitarinnar

Í gærkvöldi hittist Víkingasveitin í fyrsta sinn á þessu ári. Þar var blanda af núverandi og fyrrverandi nemendum og góð stemming. Sveitin æfir til að byrja með á miðvikudögum kl. 20 - 21. Allir sem kunna á lúðrasveitarhljóðfæri eru velkomnir. Okkur vantar sérstaklega klarinett, tenor-saxofón, bariton-horn og túbu.... lesa meiraListaháskólinn í heimsókn

Nemendur úr Listaháskólanum koma til okkar í sína árlegu heimsókn í næstu viku og verða hér við listsköpun og tónlistaræfingar. Heimsókninni lýkur með opnum tónleikum í sal skólans fimmtudaginn 27. sept. kl. 19:30. Nemendum tónlistarskólans er boðið að vera með í hópstarfi þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag kl. 16:30... lesa meiraSöngsalur nemenda

Í vetur verður starfræktur opinn söngtími, sem við höfum kallað Söngsal. Öllum nemendum skólans, frá 3.bekk, stendur til boða að taka þátt. Mikilvægt er að skrá þátttöku þeirra sem vilja vera með svo hægt sé að gera góðar áætlanir um verkefni. ... lesa meiraGleymska eða...

Nú er verið að ganga frá þeim umsóknum sem borist hafa tónlistarskólanum fyrir næsta skólaár. Nokkur nöfn eru á listanum frá í fyrra sem ekki hafa sótt um nú og á því kunna að vera nokkrar skýringar t.d. sú að viðkomandi óski ekki eftir áframhaldandi hljóðfæranámi.... lesa meira
Vortónleikar 2018

Nú er öllum prófum að ljúka og búið að raða nemendum skólans á vortónleika. Við verðum með ferna tónleika í sal skólans og auðvitað verða svo nokkur tónlistaratriði á skólaslitunum sem verða í kirkjunni. Eins og alltaf eru allir hjartanlega velkomnir á þessa viðburði.... lesa meiraVORFRÍ

Dagana 18.-22. apríl er VORFRÍ í tónlistarskólanum (eins og í grunn- og leikskólanum). Við höldum áfram eftir næstu helgi að undirbúa próf og tónleika, enda styttist í skólalok þetta árið. Skólastjóri... lesa meira


Haustfrí

Mánudaginn 16. október taka nemendur og kennarar sér frí - HAUSTFRÍ - frá skólastarfi. Þessi frídagur er á sama tíma og grunnskólinn og leikskólinn taka haustfrí. Ég vona að allir njóti dagsins og komi svo hressir til starfa strax á þriðjudag. Skólastjóri... lesa meira