Stök frétt

Skapandi tónlistarlíf

Í þessari viku verða hjá okkur í vinnubúðum tónlistarnemendur frá Listaháskóla Íslands undir handleiðslu Gunnars Ben. Það er venja hjá þeim í LHÍ að fara með fyrsta árs nemendur í vinnubúðir út á land í nokkra daga í upphafi skólaársins og varð Stykkishólmur fyrir valinu í þetta sinn.
 
Hér verða gerðar alls konar tónlistaræfingar og tilraunir og fá nokkrir af lengst komnu nemendum okkar að taka þátt í hluta þeirra. Lýkur þessari vinnutörn með flutningi á tónverkum sem samin og unnin verða í þessum vinnubúðum. Þetta verður einstakur viðburður þar sem þarna verða frumflutt mörg tónverk, sem sum verða kannski aldrei flutt aftur. Enginn má því missa af.
 
Tónleikarnir verða í sal tónlistarskólans á fimmtudaginn kemur kl.20:00 og eru allir hjartanlega velkomnir.