Stök frétt

Jólatónleikaflóðið

Nú er jólatónleikaflóðið byrjað. Fyrstu jólatónleikarnir tókust feiknavel en þeir voru í gær kl. 18 og lauk með því að allir sungu saman af hjartans lyst lagið "Snjókorn falla" við undirleik hljómsveitar hússins.
 
Í morgun léku nokkrir nemendur á hljóðfæri þegar yngri börn bæjarins heimsóttu kirkjuna og horfðu á helgileikinn. Í kvöld kl. 18 og aftur kl. 18:45 verða jólatónleikar í salnum. Eins verður á morgun, miðvikudag.
 
Litla lúðrasveitin B-hópur ætlar að heimsækja leikskólann á föstudaginn. Nokkrir blásarar leika og sönghópur syngur þegar tendrað verður á jólatrénu sama dag. Og svona líður svo tíminn hjá okkur í tónlistarskólanum þar til við ljúkum önninni með hátíðartónleikum í kirkjunni fimmtudaginn 15. desember kl. 18:00. Þangað eru allir hjartanlega velkomnir - eins og á alla viðburði skólans!