Stök frétt

Fleiri myndir frá jólatónleikum

Nokkrar fleiri myndir hafa nú bæst í myndasafnið frá jólatónleikum skólans.
 
B-hópur Litlu Lúðró heimsótti leikskólann síðast liðinn föstudag. Þar var spilað fyrir fallega og góða krakka og að lokum sungin nokkur jólalög. - Þangað er alltaf gaman að koma.
 
Nú er upp runnin síðasta vikan fyrir jólafrí. Nokkrar heimsóknir eru ráðgerðar á sjúkrahús og dvalarheimili aldraðra. Svo eru það síðustu tónleikarnir sem verða í Stykkishólmskirkju n.k. fimmtudag kl. 18:00. Allir hjartanlega velkomnir á meðan húsrúm leyfir og enginn aðgangseyrir!