Stök frétt

Lúðrasveitirnar æfa fyrir vortónleika

Nú er salurinn aldeilis að verða fínn, búið að pússa og lakka gólfið og einhvern næstu daga verður smíðað svið sem setja mun svip á tónleika framtíðarinnar.
 
 Síðari önn vetrarins er hafin og lúðrasveitirnar tilbúnar að halda áfram að undirbúa vortónleikana. Litla Lúðró A-hópur æfði í gær, B-hópur æfir í dag og Stóra Lúðró heldur fyrstu æfingu þessa árs á fimmtudaginn kemur (12. janúar).
(Myndin er tekin þegar A-hópur hélt æfingabúðir í haust)
 
Við sem ekki spilum með lúðrasveitunum getum farið að hlakka til vortónleikanna sem stefnt er að á sumardaginn fyrsta eins og venjan er.
 
ÁFRAM LÚÐRÓ!