Stök frétt

Innritun lýkur 8. júní

Nú stendur yfir innritun fyrir næsta skólaár. Innritun lýkur fimmtudaginn 8. júní.

Athugið að ALLIR sem óska eftir skólavist næsta ár þurfa að sækja um, þeir sem voru síðasta skólaár, þeir sem voru á biðlista og þeir sem vilja komast nýir inn.

Á forsíðunni - neðst hægra megin - er hlekkur sem leiðir beint inn á umsóknarblað. 
Vandið ykkur við innslátt - athugið að skrifa kennitölu og símanúmer í einni runu ÁN þess að nota bil eða bandstrik.

Í skólanum okkar er hægt að læra eftirfarandi:

  • Píanó og orgel
  • Einsöngur
  • Gítar, rafgítar og rafbassi
  • Trommur og slagverk
  • Málmblásturshljóðfæri (trompet, kornett, básúna, alt-horn, franskt horn, bariton-horn)
  • Tréblásturshljóðfæri (blokkflauta, þverflauta, klarinett og saxofónn)
  • Hóptímar í tónfræðum (í boði fyrir fólk utan skóla)