Stök frétt

Við byrjum á fullu eftir helgi

Snæfellstaflan er komin í hús og nú geta kennarar tónlistarskólans loksins raðað saman stundatöflunum sínum.

Allir sem sótt hafa um skólavist í vetur fá inni, svo nú er bara að bíða rólegur eftir að viðkomandi kennarar hafi samband varðandi spila- og söngtímana.

Enn eru örfá pláss laus á trommur og blásturshljóðfæri. Þeir sem hafa áhuga hafi samband sem fyrst.

TÓNFRÆÐI: Reiknað er með að í vetur verði kennt 1. og 4. stig í tónfræði. Haft verður samband við þá nemendur sem komast að í þeim tímum.