Stök frétt

Lúðrasveitaræfingar hefjast í næstu viku

Nú er búið að finna æfingatíma fyrir lúðrasveitirnar. Í vetur byrjum við með tvær deildir, stóru og litlu. Margt spennandi er á dagskránni og fá sveitirnar að spila alls konar skemmtilega tónlist og eflaust verður eitthvað óvænt sem kemur í ljós.

Báðar sveitirnar æfa á fimmtudögum og verður fyrsta æfing fimmtudaginn 7. september (í næstu viku)

LITLA LÚÐRÓ - stjórnandi Martin Markvoll

æfingar á fimmtudögum kl. 14:44-15:30 (salurinn opnar kl. 14:30)

 STÓRA LÚÐRÓ - stjórnandi Anastasia Kiakhidi

æfingar á fimmtudögum kl. 16:44-18:30 (salurinn opnar kl. 16:30)