Stök frétt

KÍTÓN í heimsókn

Þessa viku verða nokkrar hressar konur í heimsókn hjá okkur. Þær tilheyra samtökunum KÍTÓN (konur í tónlist) og eru hér til að semja saman tónlist.

Þær verða til húsa hér og þar um bæinn, m.a. hér í tónlistarskólanum. Þessari vinnuviku þeirra lýkur svo með tónleikum á Fosshótel Stykkishólmi sem hefjast kl. 21:00 og er frítt inn. - Við hvetjum bæjarbúa og gesti til að fjölmenna á þennan viðburð.