Stök frétt

Tónleikar nemenda Listaháskólans

Fyrsta árs nemendur tónlistardeildar Listaháskóla Íslands voru hér í vinnuheimsókn í síðustu viku og héldu tónleika í sal skólans á fimmtudagskvöld.

Þarna var greinilega öflugur hópur á ferð sem flutti klukkutíma dagskrá eingögnu með frumsamda tónlist frá þessari vinnutörn. - Í myndaalbúmi má sjá fleiri myndir frá þessum tónleikum og ef vel er að gáð má sjá tvo nemendur úr skólanum okkar sem tóku þátt í einu verkefnanna.