Stök frétt

Tónfundir búnir - jólatónleikar framundan

Nú höfum við lokið öllum tónfundum haustsins og hausttónleikar lúðrasveitarinnar afstaðnir. Hér á síðunni er hægt að sjá nokkrar myndir sem teknar voru við þessi tækifæri.

En framundan eru JÓLATÓNLEIKAR skólans, sá tími sem flestir hlakka mest til.

 Við erum að raða nemendum niður á jólatónleikana sem við höldum í salnum dagana 4.-6. desember. Eins er verið að skipuleggja hátíðartónleikana sem verða í kirkjunni 14. desember. Nánar verður sagt frá þeim síðar. Svo er um að gera að fylgjast með hvenær hver á að koma fram. Reynt verður að láta systkini hitta á sömu tónleika.

Rétt er að minna á að allir eru velkomnir á tónleikana okkar og enginn aðgangseyrir!