Stök frétt

Hátíðartónleikar og svo jólafrí

Eftir mjög annasaman desember,  þar sem spilað hefur verið og sungið við mörg tækifæri, eigum við aðeins eftir að halda hina hefðbundnu hátíðartónleika áður en við förum í jólafrí. Þeir verða í kirkjunni fimmtudaginn 14. desember kl. 18:00. Þangað eru allir velkomnir og ókeypis aðgangur.

Það er óhætt að mæla með því að fólk gefi sér tíma til að njóta tónleikanna með nemendum tónlistarskólans sem leggja sig fram um að spila og syngja sem fegurst og best jólatónlistina.

 Eftir jólin hefst svo kennsla samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 3. janúar - eða um leið og grunnskólinn hefur sína kennslu. Reiknað er með að kennt verði með óbreyttum hætti eftir jól, nema um annað hafi verið samið. Tilkynna þarf óskir um breytingar í síðasta lagi 15. desember.

Rétt er að benda á að fjölmargar skemmtilegar myndir sem teknar voru nú í desember eru komnar inn á heimasíðu og Facebook-síðu skólans.

Við óskum nemendum, starfsfólki, bæjarbúum og öllum velunnurum skólans gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á nýja árinu 2018.