Stök frétt

Góður fundur með foreldrum

Þó ekki hafi margir foreldrar mætt á fundinn í gær var þetta hinn besti fundur. Farið var yfir ýmis mál er varða tónlistarnám, svo sem heimavinnu ("æfingin skapar meistarann"), tónleika, tónlistarflutning, samspil, próf og prófgráður o.fl.

Bent var á hvernig foreldrar/forráðamenn geta fylgst með því sem skráð er í skólakerfið okkar; skólasókn, stundatafla, próf, námsmat, verkefni o.fl. 

Komist er inn á kerfið með íslykli eða rafrænum skilríkjum og slóðin er: www.schoolarchive.is

 Þegar inn á síðuna er komið er smellt á "Innskráning" og síðan á "Innskráning forráðamanna". Þá ætti ykkar síða að opnast, þið getið valið ykkar börn og fylgst með hvernig skráningar eru með hverju þeirra.