Stök frétt

Vortónleikar lúðrasveitarinnar - í dag!

Í dag kl. 18:00 heldur Lúðrasveit Stykkishólms sína árlegu VORTÓNLEIKA í Stykkishólmskirkju. Við bjóðum alla hjartanlega velkomna og minnum á að það er enginn aðgangseyrir.

Á efnisskrá er fjölbreytt og falleg tónlist úr ýmsum áttum, m.a. kvikmyndatónlist.

Sýnið lúðrasveitinni stuðning í verki og fjölmennið á tónleikana!