Stök frétt

Litla Lúðró á landsmóti

Litla Lúðró fór um síðustu helgi á landsmót skólalúðrasveita í Breiðholtinu í Reykjavík. Þar hittust um 700 börn af öllu landinu, skiptu sér upp í hópa sem æfðu saman í 3 daga og spiluðu svo að lokum fína tónleika.

Auðvitað var líka verið að skemmta sér, fara í sund, hitta trúða, fara á diskótek og margt fleira sniðugt og skemmtilegt. Myndir getið þið séð á Facebook - og hópmynd er hér í myndaalbúminu (í apríl).