Stök frétt

Vortónleikar 2018

Nú er öllum prófum vorsins að ljúka og búið að raða nemendum skólans niður á vortónleika. Við verðum með ferna tónleika í sal skólans og auðvitað verða svo nokkur tónlistaratriði á skólaslitunum sem verða í kirkjunni. Eins og alltaf eru allir hjartanlega velkomnir á þessa viðburði.

TÓNLEIKAR Í SAL SKÓLANS:

  1. Mánudaginn 7. maí       kl. 18:00
  2. Mánudaginn 7. maí       kl. 19:00
  3. Miðvikudaginn 9. maí   kl. 18:00
  4. Miðvikudaginn 9. maí   kl. 19:00

SKÓLASLIT Í KIRKJUNNI:

  • Fimmtudaginn 17. maí  kl. 18:00

Allir nemendur eiga að mæta á skólaslitin til að taka við prófskírteinum og/eða vitnisburðarblöðum. Einnig vonumst við til að foreldrar, systkin og aðrir velunnarar mæti líka. - Allir velkomnir!