Stök frétt

Innritun lýkur 6. júní

Innritun fyrir næsta skólaár lýkur 6. júní. Þeir sem hafa skráð sig þá njóta forgangs þegar umsóknum verður raðað á kennarana í lok sumars.

Innritun hefur gengið mjög vel, en við getum bætt við nemendum t.d. á blásturshljóðfæri, eins og þverflautu, klarinett og trompet. (Athugið að þessi hljóðfæri er hægt að leigja hjá skólanum.) Og gaman væri að fá fleiri stráka í hljóðfæranám :-)

Athugið að þeir sem vilja halda áfram námi þurfa líka að sækja um - eða láta vita.