Stök frétt

Gleymska eða...

Nú er verið að ganga frá þeim umsóknum sem borist hafa tónlistarskólanum fyrir næsta skólaár. Nokkur nöfn eru á listanum frá í fyrra sem ekki hafa sótt um nú og á því kunna að vera nokkrar skýringar t.d. sú að viðkomandi óski ekki eftir áframhaldandi hljóðfæranámi.

Ef skýringin kann að vera sú að gleymst hafi að sækja um vil ég þó gefa ykkur kost á að sækja um fyrir 20. ágúst. Eftir það er ekki víst að viðkomandi eigi víst pláss.

Kennsla hefst svo í síðustu viku ágúst og verður nánar tilkynnt síðar.