Stök frétt

Söngsalur nemenda

 Í vetur verður starfræktur opinn söngtími, sem við höfum kallað Söngsal.   Öllum nemendum skólans, frá 3.bekk, stendur til boða að taka þátt. Mikilvægt er að skrá þátttöku þeirra sem vilja vera með svo hægt sé að gera góðar áætlanir um verkefni. Bæði fá nemendur að spreyta sig á einsöng og syngja saman, allt eftir vilja þeirra. Gott er að nemandi sé búinn að ákveða hvaða lag hann/hún vill syngja, svo vel sé farið með tímann og allur undirbúningur góður. Kennari er Hólmfríður Friðjónsdóttir. 

Vinsamlegast sendið þátttökutilkynningar á holmfridur@stykk.is.

Söngsalurinn verður á mánudögum kl. 15:30