Stök frétt

Listaháskólinn í heimsókn

Nemendur úr Listaháskólanum koma til okkar í sína árlegu heimsókn í næstu viku og verða hér við listsköpun og tónlistaræfingar. Heimsókninni lýkur með opnum tónleikum í sal skólans fimmtudaginn 27. sept. kl. 19:30.


Nemendum tónlistarskólans er boðið að vera með í hópstarfi þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag kl. 16:30. Við hvetjum nemendur að taka þessu boði en það er bæði lærdómsríkt og skemmtilegt.

MUNIÐ: Allir eru velkomnir á tónleikana á fimmtudag!