Stök frétt

Skemmtilegir gestir

Nú er lokið skemmtilegri viku með fyrsta árs nemendum tónlistardeildar Listaháskóla Íslands, en svo skemmtilega vill til að í hópnum var fyrrum nemandi og kennari skólans okkar, hann Símon Karl Sigurðarson.

Öllum nemendum skólans okkar stóð til boða að taka þátt í sérstöku hópverkefni í 3 daga og þáðu 5 nemendur það. Tóku þeir þátt í skemmtilegum lokatónleikum s.l. fimmtudagskvöld. Á tónleikunum voru flutt nokkur tónverk sem samin voru og æfð þessa vinnuviku, auk nokkurra eldri og þekktari tónverka. Í lokatónverkinu, sem bar nafnið "Double Rainbow" spiluðu okkar krakkar með og spiluðu Jón Grétar og Hulda Salome "sóló" í því.

Við þökkum gestum okkar kærlega fyrir samveruna og það líf og fjör sem þeir færðu inn í skólann.