Stök frétt

Alpahorn - hvað er það?

Á morgun, fimmtudaginn 11. október, fáum við í heimsókn mann frá Sviss sem ætlar að kynna fyrir okkur einstakt hljóðfæri sem heitir Alpahorn.

Kynningin verður í grunnskólanum kl. 13:00 og þeir nemendur sem eiga spilatíma í tónlistarskólanum fá frí til að sjá og heyra.

Auðvitað eru allir hjartanlega velkomnir! 

Alpahornið er stórt og mikið blásturshljóðfæri sem var notað hér áður fyrr til að senda merki og skilaboð á milli bæja í Alpafjöllunum og mjög líklega fáum við að heyra dæmi um skilaboð sem hornleikararnir sendu nágrönnum sínum.