Stök frétt

Söngstund fyrir alla - í sal skólans

Í tilefni af Norðurljósahátíðinni og 100 ára fullveldisafmæli Íslands bjóðum við ÖLLUM sem ánægju hafa af söng að hittast í sal tónlistarskólans og syngja saman á föstudaginn kl. 17:00.

Sungin verða eingöngu íslensk sönglög við undirleik hljómsveitar hússins sem er samsett af starfsfólki skólans.

Það er ekki á hverjum degi sem kennarar skólans setjast saman að spila og syngja, en nú er ætlunin að velja smá sýnishorn af þeim fjölmörgu fallegu og skemmtilegu sönglögum sem þjóðin hefur eignast síðustu 100 ár eða svo. Við hvetjum söngelska íbúa og gesti að koma og taka þátt með okkur í þeirri notalegu þjóðaríþrótt sem söngurinn er.