Stök frétt

Aðventan í tónlistarskólanum og nýtt fréttabréf

Undirbúningur fyrir jólatónleika og aðra viðburði aðventunnar er nú kominn á fullt. Við hvetjum ykkur til að fylgjast með fréttum af tónleikum og þátttöku okkar í viðburðum þessa skemmtilega tíma. Allt hefur sinn sjarma og gefur okkur byr í seglin þegar við fáum góða aðsókn að tónleikum og fáum að vera með í þeim dagskrám sem í boði eru í bænum. HÉR má lesa nýjasta FRÉTTABRÉFIРokkar sem greinir frá því helsta sem hefur verið á döfinni og verður á döfinni til jóla.

Við reynum að auglýsa viðburði og eru nú þegar komnar hér á heimasíðuna auglýsingar um tónleikana sem við stöndum fyrir. Skólinn verður settur í sérstakan jólabúning og gleður það vonandi alla sem leggja leið sína til okkar.

Við minnum á að allir eru alltaf velkomnir á tónleikana tónlistarskólans og aðgangur er ókeypis.