Stök frétt

Skólahald á nýja árinu

Kennsla hefst mánudaginn 7. janúar samkvæmt gömlu stundatöflunni nema um annað hafi verið samið. Nokkrir nýir nemendur bætast í hópinn og verða vonandi komnir með spilatímana sína á hreint þegar við byrjum. Kennararnir munu hafa samband.

Framundan er skemmtilegt tónlistarár, skólinn verður 55 ára og lúðrasveitin 75 ára. Af þessum tilefnum verðum við með eitt og annað skemmtilegt í pokahorninu. Við höldum "dag tónlistarskólanna" og tökum þátt í Nótunni. Svo má ekki gleyma tónstigaæfingum og öllu sem tilheyrir prófunum í vor. - Öll viljum við verða meistarar og það er einmitt "æfingin sem skapar meistarann"!