Stök frétt

Vorönnin verður fjörug

Hér á síðunni verður nú hægt að sjá það helsta sem verður á dagskrá hjá okkur í tónlistarskólanum nú á vorönn. Tónfundir, tónleikar, æfingabúðir - já og NÓTAN - er meðal þess sem þar má sjá. Eflaust finnst flestum gott að hafa þetta yfirlit á vísum stað... og HÉR er það.

Auðvitað er ýmislegt fleira sem kemur við sögu hjá okkur, eins og kvikmyndataka, "draugahús" og fleira, en ef það kemur til með trufla skólastarfið þá sendum við út fréttir um það þegar þar að kemur.

Sumt af því sem áður var auglýst hefur færst til eins og t.d. tónfundirnir í febrúar og Dagur tónlistarskólanna. Honum fögnum við laugardaginn 2. mars að þessu sinni. Takið daginn frá því að þá verða sko flottir tónleikar í kirkjunni og kaffisamsæti á eftir.