Stök frétt

Tónleikavikan mikla

Framundan er mikil tónlieika- og tónfundavika. Allir kennarar skólans halda tónfundi með sínum nemendum þar sem foreldrum, systkinum og öðrum velunnurum er boðið að koma og hlusta á fallega og vel flutta tónlist. Í vikulokin, LAUGARDAGINN 2. MARS, fögnum við svo DEGI TÓNLISTARSKÓLANNA með hefðbundnum hætti, en þá höldum við tónleika í kirkjunni þar sem flutt eru flottustu tónlistaratriðinn sem skólinn á í dag.

Á eftir tónleikunum í kirkjunni á laugardag verður foreldrafélag lúðrasveitarinnar með sitt víðfræga og glæsilega KAFFIHLAÐBORÐ sem kostar aðeins kr. 1000 fyrir fullorðna, kr. 500 fyrir skólafólk og ókeypis fyrir 6 ára og yngri.

Á alla tónleikana er ókeypis aðgangur og allir eru velkomnir!