Stök frétt

Öskudagur og vorfrí

Næsta vika verður stutt hjá okkur. Á miðvikudag er ÖSKUDAGUR og þá gefum við auðvitað frí til að fara í öskudagsgönguna eftir hádegið, en þeir nemendur sem eiga tíma eftir það fá auðvitað tímana sína.

Fimmtudag og föstudag 7. og 8. mars er svo VORFRÍ hjá okkur eins og í grunnskólanum og leikskólanum. Það verður gott að sjá fram á langa helgi næst eftir þessa viku sem nú er að líða og hefur verið full af skemmtilegum tónfundum og svo frábærum tónleikum í kirkjunni á Degi tónlistarskólanna laugardaginn 2. mars.