Stök frétt

Við förum á Nótuna

Þrír nemendur okkar ætla að vera fulltrúar skólans á svæðistónleikum Nótunnar fyrir Vesturland og Vestfirði sem verða í Borgarnesi á laugardaginn kemur.

Það eru þau Gergö básúnuleikari, Hulda Salome píanóleikari og Klaudia gítarleikari sem fara fyrir okkar hönd og auðvitað verða kennararnir þeirra með í för. Foreldrar og allir aðrir eru velkomnir á þessa tónleika sem verða í Hjálmakletti, sal Menntaskóla Borgarfjarðar, en þeir byrja kl. 14:00.

Við hlökkum til að heyra fréttir og sjá myndir frá þessum viðburði.