Stök frétt

Afmælisgjafir og afmælistónleikar

Afmælistónleikar lúðrasveitarinnar eru í dag kl. 18:00. Allir vita af því og allir eru velkomnir! - Í tilefni af 75 ára afmæli lúðrasveitarinnar og 55 ára afmæli tónlistarskólans hafa skólanum borist afmælisgjafir, nú síðast frá Kvenfélaginu Björk í Helgafellssveit sem er einn bakhjarl hljóðfærakaupasjóðs.

Við þökkum af heilum hug allar gjafirnar. Þær koma að góðum notum og við segjum nánar frá þeim öllum síðar í vor.