Stök frétt

Afmælistónleikar lúðrasveitarinnar

Nú stendur sem hæst lokaundirbúningur fyrir 75 ára afmælistónleika Lúðrasveitar Stykkishólms. Bæði Litla og Stóra lúðrasveitin verða með æfingabúðir um helgina og Víkingasveitin æfir stíft.

Allir bæjarbúar og aðrir velunnarar eru boðnir á þessa tónleika, en efnisskráin verður einstaklega fjölbreytt og skemmtileg. Stjórnendur eru Anastasia Kiakhidi og Martin Markvoll.

Lúðrasveitin hefur verið stolt og prýði bæjarins okkar öll þessi ár og það væri sérlega ánægjulegt að fylla nú kirkjuna á þessum merku tímamótum.