Stök frétt

Myndir frá afmælistónleikunum

Nú eru komnar myndir hér á heimasíðuna sem teknar voru á afmælistónleikum lúðrasveitarinnar sem haldnir voru 11. apríl. Líka eru hér myndir úr veislunni sem var eftir tónleikana og frá skólatónleikunum 12. apríl. Myndirnar tók Hólmgeir S. Þórsteinsson.

Myndirnar sýna alla fjölbreytnina sem boðið var upp á og líka allt fjörið sem var hjá hópnum. Ekki má gleyma myndinni af fallegu og góðu afmælistertunni. Líka verðum við að þakka fyrir þær gjafir sem okkur hafa borist í tilefni af afmælinu!