Stök frétt

Vortónleikar 2019

Framundan eru vortónleikarnir okkar 2019. Ráðgerðir eru fernir tónleikar í sal skólans og einir tónleikar í kirkjunni, auk skólaslitanna. Hér fyrir neðan er yfirlit yfir þessa tónleika:

  1. mánud. 13. maí    kl. 18:00  =  í sal skólans
  2. þriðjud. 14. maí   kl. 18:00  =  í sal skólans
  3. miðv.    15. maí    kl. 18:00  =  í sal skólans
  4. miðv.    15. maí    kl. 19:00  =  í sal skólans
  5. mánud. 20. maí    kl. 18:00  =  í KIRKJUNNI
  6. miðv.    22. maí    kl. 18:00  =  SKÓLASLIT í Stykkishólmskirkju

Til gamans má rifja upp að Lúðrasveit Stykkishólms er búin að halda sína vortónleika en á auðvitað eftir að sjást í bænum fram á 17. júní. Svo voru hér á laugardaginn var stórglæsilegir ROKKTÓNLEIKAR þar sem 3 hljómsveitir glöddu fullan sal af áheyrendum. Myndir frá þeim viðburði kemur fljótlega á síðuna.

Auðvitað er svo stefnan að heimsækja sjúkrahúsið og dvalarheimið með tónlistardagskrá áður en við förum í sumarfrí. Dagarnir verða ákveðnir fljótlega.