Stök frétt

Tónleikaheimsókn í leikskólann

Heimsókn blokkflautunemenda í leikskólann í gær tókst mjög vel. Fyrsta árs nemendur léku af mikilli gleði á blokkflautur og fleiri hljóðfæri og lengra komnir blokkflautuleikarar léku líka nokkur lög.

Svo er líka gaman að segja frá því að fyrstu vortónleikarnir voru í salnum í gær kl. 18:00 og þar var ánægjulegt að heyra hluta af afrakstri vetrarins. Hægt er að skoða myndir frá þessum viðburðum hér á síðunni.