Stök frétt

Hljóðfærakynning

Litla Lúðró og nokkrir eldri nemendur og kennarar skólans buðu nú í vikunni elstu nemendum leikskólans og 1.-4. bekk grunnskólans í hljóðfærakynningu hingað upp í tónlistarskóla.

Hófst dagskráin á því að lúðrasveitin lék 2 lög og svo voru öll hljóðfærin sem skólinn kennir á kynnt. Gestir fengu að skoða og prófa og fengu svo að skilnaði lítinn bækling um námsframboðið á næsta skólaári að gjöf.

Þetta er jafnan líflegur og skemmtilegur viðburður. Allir stóðu sig vel eins og sjá má á myndum sem komnar eru hér á heimasíðuna.