Stök frétt

Nokkur pláss laus í vetur

Nú styttist í að næsta skólaár hefjist. Aðsókn að skólanum hefur sjaldan verið meiri en þó er enn pláss fyrir nokkra nemendur í viðbót á einstaka hljóðfæri.

Hér er um að ræða: þverflautu, klarinett, píanó og trommur.

Sótt er um beint á netinu og HÉR er slóðin. (Vandið fráganginn við innslátt, skrifið fullt nafn, kennitölur og símanúmer ÁN bandstriks eða bils.) Ef einhverjar spurningar vakna þá hafið samband við skólastjóra (Jóhönnu) í síma 433 8140 eða 864 9254.