Stök frétt

Dagur tónlistarskólanna

Tónlistarskóli Stykkishólms fagnar "Degi tónlistarskólanna" með fallegum og fjölbreyttum tónleikum í Stykkishólmskirkju laugardaginn 22. febrúar kl. 14:00.

Allir eru hjartanlega velkomnir og ókeypis aðgangur.

Að tónleikum loknum verður foreldrafélag lúðrasveitarinnar með glæsilegt KAFFIHLAÐBORÐ í safnaðarheimilinu sem kostar aðeins kr. 1000 fyrir fullorðna, kr. 500 fyrir skólafólk og ókeypis fyrir 6 ára og yngri.