Stök frétt

Breytingar í tónlistarskólanum eftir 4. maí

Kæru nemendur og foreldrar / forráðamenn


Á morgun 1. maí er frí í skólanum.
Á mánudag 4. maí er starfsdagur.

Á starfsdegi þann 4. fáum við að flytja starfsemina aftur upp í tónlistarskóla og hefja starfið þar með sama sniði og áður.
Lúðrasveitirnar fá að æfa og hljómsveitir líka. Tónfræðihópar geta þá mætt aftur einnig.

Nákvæmar upplýsingar um framhaldið koma síðar. Það sem við vitum er að við megum ekki halda tónleika með foreldra eða
fullorðið fólk sem áheyrendur. Við erum að vinna að útfærslu á því.

Skólaslitin verð því ekki með venjubundnu sniði.

En þriðjudaginn 5. maí hefst kennsla aftur upp í tónlistarskóla samkvæmt stundaskrám.