Stök frétt

Nýir kennarar við Tónlistarskólann - Jón Glúmur

Við í Tónlistarskólanum erum svo heppin að hafa fengið til liðs við okkur tvo nýja kennara en annar þeirra er Jón Glúmur Hólmgeirsson sem stundaði gítarnám við Tónlistarskóla Stykkishólms og lauk miðprófi. Hann stundar núna nám við FÍH í Reykjavík en kemur til okkar tvo daga í viku til að kenna á gítar. Jón Glúmur er gítarleikari í hljómsveitinni Hylur sem áhugasamir geta nálgast á Spotify.