Stök frétt

Jóladagatal Tónlistarskólans - 2. desember

Ágústa er að læra á rafbassa, er í hljómsveitinni Hallgerði og í Stóru Lúðró og svo er hún líka í tónfræði.

Hver er uppáhalds jólasveinninn þinn? Giljagaur því hann virðist vera svo skemmtilegur.

Hvar búa jólasveinarnir? Í Dimmuborgum.

Hvað þýðir “Jólasknúff”? Ég veit það ekki. Einhver tegund af jólamat eða jólanammi?

Hjá mömmu er oftast grísakjöt með karamellukartöflum og sósu en hjá pabba er alltaf hreindýrakjöt sem er mjög gott, með kartöflum og rósakáli.

Hvað langar þig helst í jólagjöf? Ledljós til að hengja upp í loftið og Fatboy grjónapúða eins og er á bókasafninu.