Stök frétt

Jóladagatal Tónlistarskólans - 3. desember

Íris Ísafold er að læra á píanó og saxófón og svo er hún í hljómsveitinni Hallgerði og Stóru Lúðró.

Hver er uppáhalds jólasveinninn þinn? Stúfur því hann er lítill eins og ég.

Hvað er í jólamatinn hjá þér? Svínakjöt, kartöflur og einhver rækjuréttur sem mamma býr til. Í forrétt er ristuð samloka með laxi og laxasósu og í eftirrétt er ís.

Hvað þýðir “Jólasknúff”? Umm… eitthvað sem jólasveinarnir eru með?

Hvað langar þig helst í jólagjöf? Ledljós til að hengja upp.