Stök frétt

Jóladagatal Tónlistarskólans - 8. desember

Jón Dagur er að læra á saxofón og rafmagnsgítar og svo er hann líka í Litlu Lúðró.

Hver er uppáhalds jólasveinninn þinn? Gáttaþefur því hann er með svo stórt nef og hann elskar laufabrauð sem er uppáhaldið mitt.

Hvað langar þig í jólagjöf? Mig langar í myndavél.

Hvað er “jólaspliff”? Ég veit það ekki, Jólaspil?

Hversu sáttur ertu með að vera í sparifötum á jólunum á skalanum 0 - 10? Tíu!!

Ertu búin að kaupa eða búa til einhverjar jólagjafir? Já.

Hvað færðu í jólamatinn? Hamborgarhrygg, sósu, kartöflur, jólaöl, salat og allskonar og svo oftast heimagerðan jólaís í eftirrétt.

Hvað er uppáhalds jólalagið þitt? Það er Jólasveinar ganga um gólf.