Stök frétt

Jóladagatal Tónlistarskólans - 9. desember

Helga Sóley er að læra söng og á píanó og svo er hún líka í hljómsveitinni Hallgerður.

Hver er uppáhalds jólasveinninn þinn? Kertasníkir því hann kemur síðastur og með stærstu gjafirnar.

Ertu búin að kaupa eða búa til einhverjar jólagjafir? Já ég er búin að kaupa fyrir mömmu og pabba.

Hvað færðu í jólamatinn? Við erum oftast með purusteik og sætar kartöflur.

Hvað er í eftirrétt? Það fer eftir því hvaða systkyn fær að ráða og ef ég fæ að ráða er það súkkulaðimús eða heimagerður ís.

Hvert er uppáhalds jólalagið þitt? Hvar eru jólin með Jóhönnu Guðrúnu.

Hvað er “jólaspliff”? Ha, er það íslenskt? Uuu… jólaskreyting?

Hversu sátt ertu með að vera í sparifötum á jólunum á skalanum 0 - 10? Tíu!!