Stök frétt

Æfingabúðir

Nýliðna helgi og næstu helgi eru æfingabúðir hjá lúðrasveitunum okkar. Þá mæta sveitirnar á laugardegi, æfa, fara í sund, borða sama og fara í leiki svo eitthvað sé nefnt. Flestir kennaranna okkar taka þátt í æfingabúðum. Yngri nemendur spyrja gjarnan hvenær þeim býðst að vera með í Lúðró en í Litlu Lúðró eru nemendur frá 3. bekk á allskonar hljóðfærum. Nemendur í blástursdeild eru allir með í Lúðrasveitunum en öðrum hljóðfæraleikurum er boðin þátttaka eftir áhuga og þörf.