Stök frétt

Gestir á skólaslitum

Nú á fimmtudaginn eru skólaslit Tónlistarskólans í Stykkishólmskirkju kl.18.00. Nokkrir nemendur leika vel æfð verk og Jóhanna skólastjóri heiðrar okkur með nærveru sinni á þessum viðburði. Leyfilegur gestafjöldi er takmarkaður svo það tilkynnist hér með að einn forráðamaður má koma frá hverjum nemanda sem spilar á skólaslitunum. Aðrir áhugasamir forráðamenn mega senda línu á tonlistarskolinn@stykkisholmur.is eða hringja í 433 8140 kl.11-16 og panta pláss.